Færsluflokkur: Lífstíll
24.4.2008 | 17:24
Farandbikarar fyrir liðakeppni og höggleik
Nú er búið að útvega farandbikara fyrir liðakeppnina og höggleikinn. Maggi Kristins og Toyota ætla að gefa veglegan farandbikar fyrir liðakeppnina. Huginn ehf ætlar að gefa veglegan farandbikar fyrir höggleikinn. Búið er að kaupa bikarana og er verið að merkja þá upp og skrá sigurvegara síðasta árs. ( Bikararnir verða afhentir fljótlega við hátíðlega athöfn þ.e áður en næsta mót hefst).
Með þessu er búið að útvega alla farandbikara í Onion Open. Dúddí í Miðbæ gaf farandbikar fyrir forgjöf árið 2005.
Berglind Kristjáns hannaði síðan eignarverðlaun fyrir 2007.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 10:53
Vignir Hlöðvers og Hlöðver Guðna í Einherjaklúbbnum
Vitað er að tveir Laukar hafa keppnisrétt á mótum Einherjaklúbbsins. Fyrir þá sem ekki vita hvað Einherjaklúbburinn stendur fyrir, að þá þurfa golfarar að fara holu í höggi í vitna viðurvist og skila inn skorkorti til GSÍ.
Sagt er að Einherjaklúbburinn sé vinsælasti golfklúbbur landsins. Aðeins lítill hluti þeirra sem leika golf komast í hann eða einungis þeir sem hafa farið holu í höggi.
Allir Laukar ættu að vera mjög stoltir af Vigga og Hlöbba fyrir að vera svona miklir snillingar að fara holu í höggi.
Bara til að árétta það hvað þetta er erfitt að það er t.d auðveldara að ganga á Tunglinu en að fara holu í höggi. Alls hafa tólf manns gengið á Tunglinu en bara tveir Laukar farið holu í höggi. Ekki er vitað til þess að þeir geimfarar sem hafa gengið á Tunglinu hafi farið holu í höggi sem sýnir bara hversu miklir snillingar þessir Laukar eru. T.d fór Hlöbbi holu í höggi í sínu fyrsta golfmóti og það sýnir bara hversu mikill snillingur hann er að byrja ferilinn á því að fara holu í höggi.
Það er alveg víst að þeir Holulaukar munu halda uppi heiðri Þingholtara á mótum Einherjaklúbbsins um ókomin ár.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 00:44
Berglind Kristjáns hannar verðlaunin fyrir Onion Open 2007
Berglind Kristjáns hefur hannað verðlaunin fyrir Onion Open 2007. Algjör snilld og menn munu leggja mikið á sig til hreppa þau. Þetta eru eignarverðlaun fyrir sigur í mótinu með og án forgjafar og svo næst holu á par 3 brautum.
Hér að neðan er linkur á síðuna hennar Berglindar sem er BK gler. Þar eru myndir af frábærum verkum eftir Berglindi.
http://www.123.is/bkgler/default.aspx?page=home
Lífstíll | Breytt 10.4.2008 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 00:07
Eyjalaukar skrá sig á skólabekk á fastalandinu
Þar sem ekki hafa verið mótaðar reglur um hverjir hafi þátttökurétt með hvoru liði fyrir sig hafa menn greinilega fundið sandglompu til að svindla sér inn í Landsliðið. Með því að skrá sig í skóla uppi á landi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 23:46
Sævald Pálsson og Hlöbbi G fyrirliðar í Eyjaliðinu og Landsliðinu
Í janúar 2007 var ákveðið Sævald og Hlöbbi G leiddu liðin í september. Undirbúningur er kominn á fullt hjá báðum liðum þó aðallega Eyjaliðinu. Sævald var sendur á Kanarí og Spán frá janúar til maí loka til æfinga og að undirbúa æfingarprógram Eyjalaukanna. Hann keypti golfvöll á spáni og skipti út fyrir nokkur þorskígildi. Væntanlega munu svo Eyjalaukarnir skreppa út til hans í test svona viku og viku.
Landsliðslaukarnir sendu Hlöbba G til Flórida í mars og svo til Mexico til æfinga. Hlöbbi bjó þar hjá Jónasi Gísla sem tók hann föstum tökum í golfkennslu. Jónas býr inni á golfsvæðinu San Gil sem er hreint út sagt frábært. Þar voru mjög stífar æfingar í gangi og frábær aðstaða.
Þarna náði Hlöbbi góðum tökum á golfinu og tekíla drykkju, pottþétt besta tekíla í heiminum og heitir Tres Mujeres.
Lífstíll | Breytt 8.4.2008 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 23:06
Undirbúningur hafinn fyrir Onion Open 2007
Þegar hér er komið við sögu var ákveðið að fara næst til Eyja. Eyjalaukarnir voru vissir um að sigra Hitaveitulaukana í hvers konar golfkeppni enda hafa þeir yfir að ráða flottasta golfvelli í Norður Erópu. Ákveðið var hafa næsta Onion Open í september í Eyjum.
Mikill undirbúningur fór stax í gang í Eyjum og var stofnað kvikmyndafélag og stórhljómsveit sett á laggirnar til að kynna næsta Onion Open. Þar með var einnig hafið taugastríð til að hræða Laukana uppi á landi.
Myndbandið var algjör snilld og þorðu Landsliðslaukar varla út úr húsi næstu daga. Þvílíkir gangsterar og Scary Movie gæjar hafa ekki sést flottari. Rocky og allir hasarhetjukallar skammast sín í samanburði við þessa fjóra. Síðan kom þetta snilldartónverk frá Viktori Smára. Þegar lagið er spilað afturábak má heyra Bikarinn til Eyja og We are the Champions og Þið getið ekkert í Landsliðinu. Þetta var náttúrulega allt til þess gert til að hræða og draga máttin úr Landsliðslaukum.
Flottast og mest hræðandi var þó setningin Mætið .... eða eða þorið sem var sennilega taka númer 35 þennan daginn.
Lífstíll | Breytt 9.4.2008 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 17:16
Onion Open 2006
T.d kunna amerikanar ekki að búa til alvöru Þingholtara þ.e Irish. Það eitt og sér er bara falleinkun. Hamborgararnir á Amerikan Style eru betri hér á Íslandi. Sandurinn í sandglompunum er öðruvísi á litinn og gæti það t.d truflað verulega. Vatnsslöngur og eiturslöngur, hver þekkir munin á þeim?? Aligator er í augum Þingholtara gæludýr og nóg af þeim þarna. Einnig kom það í ljós að grínin eru ekkert grín að leika sér með. Síðan var allt fullt af gróðri þarna, stór tré og runnar sem geta truflað á leiðinni að gríninu. Það er ferlega óþægilegt að komast ekki að gríninu úr öllum áttum. Siðan var einnig mikið af flottum og dýrum húsum nálægt golfvellinum. Það var einnig eftirtektarvert að það sást ekki Lundi þarna. Ekki einn.
Þannig að það var ákveðið að fara á GKG. Það var að sjálfsögðu blanka logn og sól eins og fyrra árið.
Fín þáttaka var hjá Laukum af fastalandinu. Eyjalaukar voru eitthvað efins og komu með sömu afsakanir og árið áður og bættu við að það þyrfti að koma börnunum í skólann á mánudeginum ????
Eftir æsispennandi keppni og smá rekistefnu kom í ljós að Vignir Hlöðversson hafði sigrað annað árið í röð. Það eitt og sér er mikið afrek í svona harðri keppni.
Dúddí í Miðbæ gaf verðlaunagripi og núna fékk Vignir að hafa verðlaunagripinn í eitt ár.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 22:33
Vignir A. og Steini Hallgríms. kaupa Golfverslun Hole in One
Já það eru komnir nýjir eigendur af Golfverslun Hole in One í Kópavogi, en það eru Vignir Andersen, Þorsteinn Hallgrímsson og Jóhannes Ásbjörn Kolbeinsson.
Það verður strax ráðist í að gera sjáanlegar breytingar á búðinni en þó verður að gæta hófs því "Góðir hlutir gerast hægt" Það verður svo sannarlega mikið um nýjungar í vöruúrvali með nýjum eigendum og erum við allir fullir bjartsýni með framtíðina.
Við strákarnir vonumst til að sjá sem flesta Lauka í versluninni í framtíðinni.
Með kveðju fh. Hole in One
Vignir Andersen
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 14:13
Golfbílar skoðaðir fyrir næsta Onion
Í Floridaferðinni var að sjálfsögðu skoðaður ýmis aukabúnaður sem alvöru Golflaukur þarf að eiga.
Hérna er spurning hvaða bíll hentar hverjum ??
Lífstíll | Breytt 15.10.2007 kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 22:26
Hlöbbi G skoðar golfvelli í Ameriku fyrir næsta Onion Open golfmót
Þar sem Onion Open 2005 tókst svona vel var ákveðið að halda þessu til streitu á hverju ári og sameina alla golf - Laukana. Ekki hefur Þingholtsfjöldskyldan áður "tekið þátt" í jafn fjölmennri íþróttakeppni áður. Næst þessu kemst blaklið Stjörnunar þar sem mest 5 Laukar hafa keppt í einu.
Hlöbbi G fór því til Florida í mars 2006 til að kanna aðstæður fyrir næsta Onion. Eftirfarandi atriði voru sérstaklega skoðuð:
- Veðurfar
- Gæði teiga
- Gras á brautum
- Merkingar á brautum
- Vatnstorfærur
- Hliðarvatnstorfærur
- Grund í aðgerð
- Dýpt sandglompa
- Kornastærð á sandi í glompum
- Hraði á grínum
- Holustaðsetningar
- Fjöldi laufblaða á grínum
- Trjágróður og þéttleiki skógar
- Umhirða valla
- Golfbílar
- Æfingaraðstaða
- Golfskálar og þjónusta úti á brautum
- Aðgengi að svalardrykkjum
- Gæðaúttekt á Irish Coffee
- Eftirkaupaáhrif
- Pöddur og skordýr
- Skriðdýr
- Fuglalíf
- Gisting og gistimöguleikar við golfvelli
- Nálægð og fjöldi verslunarmiðstöðva
Þetta var hin skemmtilegasta hópferð og gott að stytta veturinn í hressum félagsskap. Ferðin tók um 9 daga farið út seinnipart miðvikudags og lent í Orlando um kvöld. Dagurinn tekinn snemma og menn komnir út á golfvöll kl 11:00.
Annars voru næstu dagar þannig að menn voru komnir á fætur kl 06:30 og út á völl kl 08:00. Golf spilað til kl 17:00 eða 27-36 holur. Annað hvort komið við á steikarastað á heimleiðinni eða gott kjöt keypt á grillið. Smá öl og farið yfir statistick dagsins. Yfirleitt voru menn farnir að hvíla augun um kl 23:00 enda þreyttir, sælir og glaðir eftir daginn.
Lífstíll | Breytt 10.10.2007 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Eyjar
Tenglar sem tengjast Vestmannaeyjum
- Þingholtsættin Blogsíða fyrir Þingholtara
- BK gler
- Huginn VE 55
- Bjarnarey
- Heimaslóð
- Fréttir
- Vaktin
- Póley
- Eyjabústaðir
- Visit Vestman Islands
Golf brandarar / húmor / fróðleikur
Golfklúbbar
Tenglar yfir golfklúbba
- Golfklúbbur Vestmannaeyja
- GSÍ
- Einherjar
- GKG Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs
- Flúðir
- Flúðir Kaffisel
- Golfklúbbur Suðurnesja
- Golfklúbbur Grindavíkur
- Golfklúburinn Kiðjaberg
- Golfklúbbur Hellu
- Golfklúbbur Borgarness
- Golfklúbburinn Nesklúbburinn
Golfverslanir
Golf fréttir
Ýmsar fréttasíður sem tengjast golfi