Færsluflokkur: Lífstíll

Lokaútkall Onion Open 2008

jogolf1OnionOpen Golfkúla Onion Open Club copy  

Sælir frændur og frænkur. 

Þá er komið að lokaútkalli fyrir Onion Open.

 

Núna eru 23 búnir að skrá sig í golfkeppnina  + 22 verða með á matnum og verðlaunaafhendingu.

 

Alls eru því komnir um 45 sem ætla að mæta á Flúðir.

Þar sem helmingur af hópnum eru makar og börn ætlum við að hafa sér keppni fyrir þá sem taka ekki þátt í 18 holu leiknum.

Léttar golfþrautir og eða púttkeppni og veitum verðlaun þannig að allir geti verið með.

 

Það er mjög mikilvægt að ef þið vitið um einhverja fleiri sem koma á golfmótið að láta mig vita, því selt verður í lausa rástíma eftir daginn í dag.

Einnig væri gott að tilkynna  um þá sem koma á verðlaunaafhendingu og grillhlaðborðið ef þeir eru ekki skráðir hér að neðan. Verið því dugleg að áframsenda þetta á þá Lauka  sem ekki eru e-mail-aðir í þessu dreifibréfi og ætla sér að mæta á Flúðir.

 

 Föstudagur ----------------------------------------------

Við ætlum að hittast á föstudagskvöldinu kl 20:00 í golfskálanum.

·         Þá ætlum við að ákveða hverjir verða fyrirliðar og jafna saman í Eyjaliðið og Landsliðið ef þess þarf.

·         Raða saman í holl

·         Útskýra keppnisfyrirkomulag

·         Kynning á golfleikni eða púttkeppni fyrir börnin og þá sem ekki taka þátt í 18 holu keppni.

 

  Laugardagur  -----------------------------------------------

Mæting á Flúðavelli ( Selsvelli ) kl 13:00

kl 14:00 Onion Open 18 holu keppni hefst

kl 16:00 Onion Open golfleikni/púttkeppni ( börn og þeir sem taka ekki þátt í 18 holu )

kl 18:30 Vippkeppni

kl 19:00 Grillveisla / hlaðborð í golfskálanum / barnamatseðill

kl 20:30 Verðlaunaafhending fyrir:

·         Bestu nýtingu vallar

·         Bestu tilþrif

·         Næst holu á brautum  1 - 9 -11 – 14 – 16

·         Lengsta högg af teig ( þarf að vera á braut )

·         Nákvæmasta teighögg ( næst miðju vallar )

·         Vippkeppni

·         Golfleikni / púttkeppni

·         1 sæti með forgjöf

·         1 sæti í höggleik

·         Afhending Liðabikars

·         Dregið úr skorkortum ( fullt af skemmtilegum gjöfum sem allir geta unnið )

 

 Eftir verðlaunaafhendingu tekur svo gleðin völd

Hérna kemur  uppfærður listi yfir þá sem hafa tilkynnt sig.

 

Hlöðver Guðna + 2 í mat

Grétar Sævalds + 2 + Sigurgeir +1

Kristgeir Orri

Trausti + 1

Vignir F + 3

Hafþór Óla

Benni Óla + 4

Vignir Hlöðvers

Baldvin Þór

Sævald P Hallgríms

Eyþór Þórðar

Gylfi Viðar + 3

Heiðar Austmann + 1

Emil Austmann

Viktor Guðna / Róbert + 2 

Óskar Þór + 4

Róbert Karl Hlöðvers

Bergur Páll +1

Ástþór Hlöðversson

Hilmar Ástþórsson


Úrslit Onion Open 2007

Jæja jæja nú er farið að styttast heldur betur í aðal mót ársins. Til að hita aðeins upp að þá er rétt að fara yfir úrslit síðasta árs.

Onion Open var haldið í Eyjum 15.september í frábæru veðri. Einungis náðist mynd af hópnum áður en hann lagði af stað frá skálanum enda fauk ljósmyndarinn út í veður og vind en við eigum samt mynd af sigurvegurum síðasta árs. Okkur keppendum var að sjálfsögðu vel sinnt af mótshöldurum sem voru Eyjalaukarnir Viktor, Gylfi, Óskar og Daði.

Móttökuveisla var á föstudagskvöldinu í Eyjabústöðum og svo heljarinnar verðlauna og matarveisla með caddyum og velunnurum ásamt dagskrá með gítarspili, skemmtiatriðum og leynigesti. Eignarverðlaun og verðlaun fyrir næst holu á par 3 brautum voru hönnuð af Berglindi Kristjáns. Frábææært stuð og Eyjalaukum til mikils sóma.

Eyjaliðið þjónaði til borðs enda töpuðu þeir holukeppninni. Frábær árangur samt hjá þeim.

Hérna má sjá keppendur í léttri upphitun fyrir mótið. Ómar Garðars mætti á svæðið og smellti mynd af þessum myndarlegu Laukum sem létu ekki rok, rigningu, slyddu, haglél, frost og margt þaðan af verra ekki stoppa sig í golfinu. Tvíklikkið á myndirnar til að stækka, það er þess virði enda myndarlegt fólk þarna á myndunum.

Onion Open hópurinn 2007

 

Í liðakeppninni sigruðu Landsliðslaukarnir naumlega eftir afar harða keppni.

Landsliðið   

 

Í keppni í höggleik sigraði Vignir Freyr og Hlöbbi G  með forgjöf. Rétt á eftir þeim voru svo Gylfi Sig aukalaukur og Kristgeir Orri. Hér má svo sjá þessa myndalegu Lauka rétt eftir að þeir komu inn á 18 braut.

 

Hlöbbi-og-Viggi

Verðlaun fyrir að vera næstir holu voru:

Flöt 2 Hallgrímur Tryggva 8,7 metra

Flöt 7 Grétar þór Sævaldsson 8,38 metra

Flöt 12 Vignir Andersen 5,29 metra

Flöt 14 Vignir Andersen 2,0 metra

Flöt 17 Hafþór Ólason 1,44 metra

Pinnaverðlaun Sævald Pálsson 7,3 metrar

Besta nýting vallar Grétar þór Sævaldsson

Bestu tilþrif Grétar þór Sævaldsson á 8 braut

Holukeppni sigurvegarar: Landsliðslaukar unnu 6-3

Sigurvegari í höggleik Vignir  Andersen með 39 högg

Sigurvegari með forgjöf Hlöðver Guðnason með 34 högg

Liðabikar unnu Landsliðslaukar með 524 - 543 

 

 

  


Kristgeir Orri fór holu í höggi

Kristgeir Orri Grétarsson 16 ára, fór holu í höggi á 12 braut á Vestmannaeyjavelli 05.08.08. Kristgeir er þar með kominn í Einherjaklúbbinn en þar komast bara snillingar inn. Einnig er hann með þessu kominn með sæmdarheitið Holulaukur eins og Hlöbbi G og Vignir Hlöðvers en það hafa aðeins þrír í öllum heiminum þennan sæmdartitil sem segir okkur það hversu miklir snillingar þessir Holulaukar eru.

Jóna Dóra er búin að vera að  baksa við þetta að komast holu í höggi en er núna kominn inn bakdyramegin með Björgvin sem formann Einherjaklúbbsins enda hefur Björgvin bara farið sjö sinnun holu í höggi.

Við óskum Kristgeir til hamingju með þennan árangur. 

    


Onion Open 23.águst 2008

Þá er það komið á hreint að Onion Open verður Laugardaginn 23.08.2008 Búið er að panta Selsvöll á Flúðum. Þetta er eina helgin sem kemur núna til greina. Samskip er með völlin til kl 14:00 þannig að við tökum svo við kl 14:00 til 19:00.

Nú er um að gera að panta sér gistingu og eða tryggja sér sumarbústað á Flúðum. Einnig þarf að passa að taka út golfsettin og pússa. Ég meina hvað er golfari án golfsetts eða laukur án róta.

Hægt er að gista á Selsvelli og þar er pláss fyrir tjöld og húsvagna og ágætis aðstaða fyrir ferðamenn. Við ætlum að ræsa út fyrir kl 14:00 á laugardeginum þannig að menn ættu að vera vel út hvíldir eftir Herjólf og kvöldhressinguna frá kvöldinu áður.

Það er búið að panta veður þessa daga og spáir mikilli blíðu miðað við veðrið sem var í Eyjum þann 15.07.2007 Þið munið að golfvöllurinn í Eyjum var lokaður þennan dag vegna veðurs sem var ca norðan 28 m.sek él, snjór og loks rigning.

Nánari dagskrá og keppnisfyrirkomulag verður svo kynnt þegar nær dregur.

Vinsamlegast skráið þátttöku til hlodverg@simnet.is eða í síma 861-1407

Nafn, kennitölu, forgjöf keppanda og fjölda í kvöldmat og verðlaunaafhendingu  

Hérna koma upplýsingar um Selsvöll. Einnig er okkar maður Óli Ómar á svæðinu og gjörþekkir allt þarna. 

Selsvöllur

11%20hola

Heimilisfang: Efra-sel

Símar 486-6690 / 891-7811  Unnsteinn

Heimasíða: www.kaffisel.is

Hole in One í stærra húsnæði

Þessi frétt kom frá Kylfingur.is

Forsíða • mánudagur 19. maí 2008 • 14:02

Hole in One í stærra húsnæði

Eigendur golfverslunarinnar Hole in One eru að stækka verslunina þessa dagana. "Já, við erum búnir að sprengja húsnæðið utan af okkur í Bæjarlind 1-3 sem er rúmir 300 fermetrar og höfum því fundið nýtt húsnæði sem hentar okkur betur, en það er við Bæjarlind 6 og er tæpir 600 fermetrar. Við stefnum á að vera komnir í það húsnæði með reksturinn strax um næstu mánaðarmót. Það verður því nóg að gera hjá okkur strákunum það sem eftir er af þessum mánuði við að standsetja nýju verslunina sem verður hin glæsilegasta," segir Vignir Andersen, einn þriggja eigenda Hole in One.

Mynd/Kylfingur.is: Eigendur Hole in One eru: Jóhannes Ásbjörn Kolbeinsson, Vignir Andersen og Þorsteinn Hallgrímsson. 


Vignir Þ.Hlöðversson Einherjameistari 2007

Ég var búinn að lofa hér áður að við Holulaukarnir myndum verða þingholturum til sóma Í Einherjaklúbbnum að þá hefur það komið í ljós að það voru engin svik á bakvið það. Vignir H sigraði og Hlöbbi G í 5 sæti sem gaf verðlaun.

(Þess má geta að engu munaði að Vignir Freyr Andersen kæmist í þennan hóp Holulauka um daginn þegar hann var á 8 braut á Hellu. Rétt missti af holu í höggi- - - - - - - - - - - - - -)  Þess má geta að í kjölfarið hafa vörubílstjórar á suðurlandi ekki haft tíma til að mótmæla vegna uppgripa við að keyra sand í glompuna við 8 holu.

Þessi frétt kom frá Einherjaklúbbnum 13.08.2007

Vignir Þ.Hlöðversson Einherjameistari 2007 

Einherjamótið fór fram á Urriðavelli sl. sunnudag 12.ágúst. Það er fjölmennasta Einherjamót sem haldið hefur verið til þessa en yfir 90 kylfingar tóku þátt í því. Þetta var í fertugasta sinn sem mótið er haldið og  jafnframt í fertugasta sinn sem Einherjabikarinn er afhentur. Í tilefni þess afhenti Jón Þór Ólafsson GR, sem var fyrstur til að vinna bikarinn - það var árið árið 1967 - sigurvegaranum hann í mótslok.

Sigurvegarinn í ár var Vignir Þ. Hlöðversson GKG sem nældi sér í 39 punkta - þrem punktum meir en næstu menn. Enginn fór holu í höggi í mótinu en næst því komust þeir Eggert Ísfeld á 15.braut sem var rétt um meter frá holunni og Pétur Georg Guðmundsson sem var 42 sentimetra frá á 8.brautinni.

Röð efstu keppenda í mótinu var annars þessi:Vignir G. Hlöðversson GKG  39 punktar.Kristinn Jóhannsson GR 36 pt,  Kolbrún Jónsdóttir GKG 36 pt, Pétur Georg Guðmundsson GR 36 pt, Hlöðver S.Guðnason GKG 35 pt. María Magnúsdóttir GR 35 pt, Haraldur Franklín Magnús GR 35 pt, Guðrún K. Barchmann GO 35 pt 

Mótið tókst mjög vel. Veðrið var mjög gott, Urriðavöllurinn í frábæru ástandi og þjónusta þar öll mjög góð að vanda. Glæsileg verðlaun voru í mótinu og fengu átta fyrstu verðlaun. Auk þess voru veitt tvenn nándarverðlaun og í mótslok var dregið úr skorkortum. Margir góðir aðilar styrktu  Einherjaklúbbinn í þessu móti. Voru það Kaupþing, N1, Globus, Brimborg, Nevada Bob,Mekka h/f, Golfbúðin Dalshrauni og Rolf Johansen & c/o. Þakkar Einherjaklúbburinn þeim frábæran stuðning.

Skráning í Onion Open 2008

Það kom fyrirspurn um hvenær á að vera lokið skráningu fyrir Onion Open 2008. Best er að skrá sig sem fyrst þannig að við getum þá gert ráð fyrir kostnaði o.fl. Einnig má gera ráð fyrir að einhverjir komi eingöngu í matinn. Það væri gott að vera komnir með alla skráningu keppenda fyrir 15 ágúst. Engum verður vísað frá þótt skráning komi seinna.

Best er að koma skráningu á hlodverg@simnet.is eða í síma 861-1407. Tilgreina hvort viðkomandi spili í mótinu og eða verði eingöngu í mat.

Grillmatur og verðlauna-afhending verður í golfskálanum á Flúðum strax eftir mót ásamt einhverjum skemmtilegheitum. Boðið verður upp á barnamatseðil ef þess verður þörf.

Við erum að taka saman kostnað og verður þessu stillt í hóf eins og síðast ca 6-7.000 kr sem er þá mótsgjald  +  matarveisla + verðlaunagripir + gott veður + skemmtilegt fólk + Irish + skemmtileg helgi + hörku keppni + nýjir bikarar + nýjir meistarar + gargandi snilld og gleði + stuð.


Veðrið í Eyjum 15. sept. 2007

Núna fer að styttast í golfmótið á Flúðum og ætlum við Landsliðslaukar að lofa betra veðri en var í Eyjum. Svona til að minna okkur á hvernig þetta var......

Sunnan vindur svaraðu mér ... 

Svona var veðrið í Eyjum þennan merka dag. Reyndar var búið að loka golfvellinum en Laukarnir tóku það ekki í mál og kláruðu mótið með stæl. Það var rigning og hífandi rok, snjór, slydda og él.    

 

15. sept. 2007 Onion Open golfmót í Vestmannaeyjum

Stórhöfði

Tími

Veður

Vindur

Mesti vindur / hviða

Hiti

Uppsöfnuð úrkoma

Raka-
stig

Skyggni

Sjólag

Daggar-
mark

Loft-
þrýst.

Skýja-
hula

Lau 15.09
kl. 15:00

 

21 m/s

30 m/s  /  38 m/s

3°C

 

83 %

20 km

mikill sjór

1 °C

1000 hPa

Alskýjað

Lau 15.09
kl. 14:00

 

26 m/s

26 m/s  /  35 m/s

3°C

 

84 %

  

1 °C

1000 hPa

 

Lau 15.09
kl. 13:00

 

27 m/s

29 m/s  /  38 m/s

3°C

 

83 %

  

1 °C

997 hPa

 

Lau 15.09
kl. 12:00

 

28 m/s

33 m/s  /  43 m/s

4°C

 

85 %

12 km

allmikill sjór

2 °C

997 hPa

Skýjað (7/8)

Lau 15.09
kl. 11:00

 

30 m/s

33 m/s  /  43 m/s

4°C

 

84 %

  

1 °C

996 hPa

 

Lau 15.09
kl. 10:00

 

32 m/s

32 m/s  /  41 m/s

4°C

 

81 %

  

1 °C

996 hPa

 

Lau 15.09
kl. 09:00

 

32 m/s

34 m/s  /  40 m/s

5°C

1 mm / 15klst

81 %

8 km

allmikill sjór

2 °C

996 hPa

Alskýjað

Lau 15.09
kl. 08:00

 

30 m/s

31 m/s  /  37 m/s

5°C

 

83 %

  

2 °C

997 hPa

 

Lau 15.09
kl. 07:00

 

29 m/s

29 m/s  /  36 m/s

5°C

 

86 %

  

2 °C

998 hPa

 

Lau 15.09
kl. 06:00

 

26 m/s

27 m/s  /  33 m/s

5°C

 

86 %

20 km

allmikill sjór

3 °C

1001 hPa

Alskýjað

Lau 15.09
kl. 05:00

 

25 m/s

27 m/s  /  33 m/s

6°C

 

85 %

  

4 °C

1002 hPa

 

Lau 15.09
kl. 04:00

 

25 m/s

25 m/s  /  32 m/s

6°C

 

84 %

  

4 °C

1004 hPa

 

Lau 15.09
kl. 03:00

 

24 m/s

24 m/s  /  30 m/s

6°C

 

86 %

20 km

talsverður sjór

4 °C

1005 hPa

Alskýjað


Farandbikarar

Þá eru farandbikaranir komnir í hús og búið að grafa allar upplýsingar á gripina. Við Laukarnir þökkum gefendum sem eru Toyota, Huginn ehf og Verslunin Miðbær fyrir liðlegheitin.

Farandbikarar Onion Open 

 


Berglind Kristjáns hannar verðlaunin fyrir Onion Open 2008

Berglind Kristjánsdóttir glerlistamaður, snillingur og frænkubeib ætlar að hanna eignarverðlaun fyrir Onion Open 2008.

Viðræður hafa staðið við listamanninn/konuna undanfarnar vikur og hafa loks náðst samningar. MIKIL ánægja var hjá Laukunum með störf Berglindar á síðasta Onion og kom ekki annað til greina en að Berglind tæki þetta að sér aftur. Laukarnir hafa alltaf vitað af snilli Berglindar og kemur það ekki á óvart að hún skuli loksins komin í hóp Bæjarlistamanna Vestmannaeyja. Það sýnir bara hvað Laukarnir hafa gott innsæi í listir og hinir lengi að taka við sér.

Þetta kallar enn og aftur á að standa sig vel í mótinu og ná sér í verðlaunagrip hannaðan af Berglindi.

Við Onion Open Laukarnir óskum Berglindi til hamingju með útnefninguna og heiðurinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hlöðver Guðnason

Hér er ekki allt heilagur sannleikur...

Þar sem tveir laukar koma saman er....

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndböndin

Happy Gilmore

Upphitun fyrir Onion Open

Verðlaunaafhending fyrir Onion Open 2005

Gylfi Viðar

Kynning fyrir Onion Open  gólfmótið 2007

Tónlistarspilari

El Puerco og Ennisrakaðir - Forhed shaved

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband