Vignir Þ.Hlöðversson Einherjameistari 2007

Ég var búinn að lofa hér áður að við Holulaukarnir myndum verða þingholturum til sóma Í Einherjaklúbbnum að þá hefur það komið í ljós að það voru engin svik á bakvið það. Vignir H sigraði og Hlöbbi G í 5 sæti sem gaf verðlaun.

(Þess má geta að engu munaði að Vignir Freyr Andersen kæmist í þennan hóp Holulauka um daginn þegar hann var á 8 braut á Hellu. Rétt missti af holu í höggi- - - - - - - - - - - - - -)  Þess má geta að í kjölfarið hafa vörubílstjórar á suðurlandi ekki haft tíma til að mótmæla vegna uppgripa við að keyra sand í glompuna við 8 holu.

Þessi frétt kom frá Einherjaklúbbnum 13.08.2007

Vignir Þ.Hlöðversson Einherjameistari 2007 

Einherjamótið fór fram á Urriðavelli sl. sunnudag 12.ágúst. Það er fjölmennasta Einherjamót sem haldið hefur verið til þessa en yfir 90 kylfingar tóku þátt í því. Þetta var í fertugasta sinn sem mótið er haldið og  jafnframt í fertugasta sinn sem Einherjabikarinn er afhentur. Í tilefni þess afhenti Jón Þór Ólafsson GR, sem var fyrstur til að vinna bikarinn - það var árið árið 1967 - sigurvegaranum hann í mótslok.

Sigurvegarinn í ár var Vignir Þ. Hlöðversson GKG sem nældi sér í 39 punkta - þrem punktum meir en næstu menn. Enginn fór holu í höggi í mótinu en næst því komust þeir Eggert Ísfeld á 15.braut sem var rétt um meter frá holunni og Pétur Georg Guðmundsson sem var 42 sentimetra frá á 8.brautinni.

Röð efstu keppenda í mótinu var annars þessi:Vignir G. Hlöðversson GKG  39 punktar.Kristinn Jóhannsson GR 36 pt,  Kolbrún Jónsdóttir GKG 36 pt, Pétur Georg Guðmundsson GR 36 pt, Hlöðver S.Guðnason GKG 35 pt. María Magnúsdóttir GR 35 pt, Haraldur Franklín Magnús GR 35 pt, Guðrún K. Barchmann GO 35 pt 

Mótið tókst mjög vel. Veðrið var mjög gott, Urriðavöllurinn í frábæru ástandi og þjónusta þar öll mjög góð að vanda. Glæsileg verðlaun voru í mótinu og fengu átta fyrstu verðlaun. Auk þess voru veitt tvenn nándarverðlaun og í mótslok var dregið úr skorkortum. Margir góðir aðilar styrktu  Einherjaklúbbinn í þessu móti. Voru það Kaupþing, N1, Globus, Brimborg, Nevada Bob,Mekka h/f, Golfbúðin Dalshrauni og Rolf Johansen & c/o. Þakkar Einherjaklúbburinn þeim frábæran stuðning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hlöðver Guðnason

Hér er ekki allt heilagur sannleikur...

Þar sem tveir laukar koma saman er....

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndböndin

Happy Gilmore

Upphitun fyrir Onion Open

Verðlaunaafhending fyrir Onion Open 2005

Gylfi Viðar

Kynning fyrir Onion Open  gólfmótið 2007

Tónlistarspilari

El Puerco og Ennisrakaðir - Forhed shaved

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband