Úrslit Onion Open 2007

Jæja jæja nú er farið að styttast heldur betur í aðal mót ársins. Til að hita aðeins upp að þá er rétt að fara yfir úrslit síðasta árs.

Onion Open var haldið í Eyjum 15.september í frábæru veðri. Einungis náðist mynd af hópnum áður en hann lagði af stað frá skálanum enda fauk ljósmyndarinn út í veður og vind en við eigum samt mynd af sigurvegurum síðasta árs. Okkur keppendum var að sjálfsögðu vel sinnt af mótshöldurum sem voru Eyjalaukarnir Viktor, Gylfi, Óskar og Daði.

Móttökuveisla var á föstudagskvöldinu í Eyjabústöðum og svo heljarinnar verðlauna og matarveisla með caddyum og velunnurum ásamt dagskrá með gítarspili, skemmtiatriðum og leynigesti. Eignarverðlaun og verðlaun fyrir næst holu á par 3 brautum voru hönnuð af Berglindi Kristjáns. Frábææært stuð og Eyjalaukum til mikils sóma.

Eyjaliðið þjónaði til borðs enda töpuðu þeir holukeppninni. Frábær árangur samt hjá þeim.

Hérna má sjá keppendur í léttri upphitun fyrir mótið. Ómar Garðars mætti á svæðið og smellti mynd af þessum myndarlegu Laukum sem létu ekki rok, rigningu, slyddu, haglél, frost og margt þaðan af verra ekki stoppa sig í golfinu. Tvíklikkið á myndirnar til að stækka, það er þess virði enda myndarlegt fólk þarna á myndunum.

Onion Open hópurinn 2007

 

Í liðakeppninni sigruðu Landsliðslaukarnir naumlega eftir afar harða keppni.

Landsliðið   

 

Í keppni í höggleik sigraði Vignir Freyr og Hlöbbi G  með forgjöf. Rétt á eftir þeim voru svo Gylfi Sig aukalaukur og Kristgeir Orri. Hér má svo sjá þessa myndalegu Lauka rétt eftir að þeir komu inn á 18 braut.

 

Hlöbbi-og-Viggi

Verðlaun fyrir að vera næstir holu voru:

Flöt 2 Hallgrímur Tryggva 8,7 metra

Flöt 7 Grétar þór Sævaldsson 8,38 metra

Flöt 12 Vignir Andersen 5,29 metra

Flöt 14 Vignir Andersen 2,0 metra

Flöt 17 Hafþór Ólason 1,44 metra

Pinnaverðlaun Sævald Pálsson 7,3 metrar

Besta nýting vallar Grétar þór Sævaldsson

Bestu tilþrif Grétar þór Sævaldsson á 8 braut

Holukeppni sigurvegarar: Landsliðslaukar unnu 6-3

Sigurvegari í höggleik Vignir  Andersen með 39 högg

Sigurvegari með forgjöf Hlöðver Guðnason með 34 högg

Liðabikar unnu Landsliðslaukar með 524 - 543 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hlöðver Guðnason

Hér er ekki allt heilagur sannleikur...

Þar sem tveir laukar koma saman er....

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndböndin

Happy Gilmore

Upphitun fyrir Onion Open

Verðlaunaafhending fyrir Onion Open 2005

Gylfi Viðar

Kynning fyrir Onion Open  gólfmótið 2007

Tónlistarspilari

El Puerco og Ennisrakaðir - Forhed shaved

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband