9.4.2008 | 10:53
Vignir Hlöðvers og Hlöðver Guðna í Einherjaklúbbnum
Vitað er að tveir Laukar hafa keppnisrétt á mótum Einherjaklúbbsins. Fyrir þá sem ekki vita hvað Einherjaklúbburinn stendur fyrir, að þá þurfa golfarar að fara holu í höggi í vitna viðurvist og skila inn skorkorti til GSÍ.
Sagt er að Einherjaklúbburinn sé vinsælasti golfklúbbur landsins. Aðeins lítill hluti þeirra sem leika golf komast í hann eða einungis þeir sem hafa farið holu í höggi.
Allir Laukar ættu að vera mjög stoltir af Vigga og Hlöbba fyrir að vera svona miklir snillingar að fara holu í höggi.
Bara til að árétta það hvað þetta er erfitt að það er t.d auðveldara að ganga á Tunglinu en að fara holu í höggi. Alls hafa tólf manns gengið á Tunglinu en bara tveir Laukar farið holu í höggi. Ekki er vitað til þess að þeir geimfarar sem hafa gengið á Tunglinu hafi farið holu í höggi sem sýnir bara hversu miklir snillingar þessir Laukar eru. T.d fór Hlöbbi holu í höggi í sínu fyrsta golfmóti og það sýnir bara hversu mikill snillingur hann er að byrja ferilinn á því að fara holu í höggi.
Það er alveg víst að þeir Holulaukar munu halda uppi heiðri Þingholtara á mótum Einherjaklúbbsins um ókomin ár.
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Eyjar
Tenglar sem tengjast Vestmannaeyjum
- Þingholtsættin Blogsíða fyrir Þingholtara
- BK gler
- Huginn VE 55
- Bjarnarey
- Heimaslóð
- Fréttir
- Vaktin
- Póley
- Eyjabústaðir
- Visit Vestman Islands
Golf brandarar / húmor / fróðleikur
Golfklúbbar
Tenglar yfir golfklúbba
- Golfklúbbur Vestmannaeyja
- GSÍ
- Einherjar
- GKG Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs
- Flúðir
- Flúðir Kaffisel
- Golfklúbbur Suðurnesja
- Golfklúbbur Grindavíkur
- Golfklúburinn Kiðjaberg
- Golfklúbbur Hellu
- Golfklúbbur Borgarness
- Golfklúbburinn Nesklúbburinn
Golfverslanir
Golf fréttir
Ýmsar fréttasíður sem tengjast golfi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.