Onion Open 2006

Onion Open var haldið í byrjun september á GKG. Hlöbbi Guðna hafði farið út til Florida í mars  til að kanna aðstæður og kom í ljós að þær hentuðu ekki Laukum.

T.d kunna amerikanar ekki að búa til alvöru Þingholtara þ.e Irish. Það eitt og sér er bara falleinkun. Hamborgararnir á Amerikan Style eru betri hér á Íslandi. Sandurinn í sandglompunum er öðruvísi á litinn og gæti það t.d truflað verulega. Vatnsslöngur og eiturslöngur, hver þekkir munin á þeim?? Aligator er í augum Þingholtara gæludýr og nóg af þeim þarna. Einnig kom það í ljós að grínin eru ekkert grín að leika sér með. Síðan var allt fullt af gróðri þarna, stór tré og runnar sem geta truflað á leiðinni að gríninu. Það er ferlega óþægilegt að komast ekki að gríninu úr öllum áttum. Siðan var einnig mikið af flottum og dýrum húsum nálægt golfvellinum. Það var einnig eftirtektarvert að það sást ekki Lundi þarna. Ekki einn. 

Þannig að það var ákveðið að fara á GKG. Það var að sjálfsögðu blanka logn og sól eins og fyrra árið.

Fín þáttaka var hjá Laukum af fastalandinu. Eyjalaukar voru eitthvað efins og komu með sömu afsakanir og árið áður og bættu við að það þyrfti að koma börnunum í skólann á mánudeginum ????

Eftir æsispennandi keppni og smá rekistefnu kom í ljós að Vignir Hlöðversson hafði sigrað annað árið í röð. Það eitt og sér er mikið afrek í svona harðri keppni.  

Dúddí í Miðbæ gaf verðlaunagripi og núna fékk Vignir að hafa verðlaunagripinn í eitt ár.

Vignir Hlöðversson Meistari 2005 og 2006 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hlöðver Guðnason

Hér er ekki allt heilagur sannleikur...

Þar sem tveir laukar koma saman er....

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndböndin

Happy Gilmore

Upphitun fyrir Onion Open

Verðlaunaafhending fyrir Onion Open 2005

Gylfi Viðar

Kynning fyrir Onion Open  gólfmótið 2007

Tónlistarspilari

El Puerco og Ennisrakaðir - Forhed shaved

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband